ARTICLE
TITLE

Fæðingar- og foreldraorlof: Aðdragandi, breytingar og árangur laga sem er ætlað að stuðla að orlofstöku beggja foreldra

SUMMARY

Í maí 2000 samþykkti Alþingi einróma lög nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin fólu í sér afar róttækar breytingar á aðstæðum nýbakaðra foreldra. Samkvæmt markmiðum laganna áttu þau að stuðla að því að börn nytu samvista við foreldra sína og auðvelda konum og körlum að samþætta atvinnuog fjölskyldulíf. Þessi lög voru í gildi þar til heildarendurskoðun leiddi til laga nr. 144/2020. Í þessari grein er spurt að hvaða leyti löggjöfin hafi náð hinu tvíþætta markmiði. Gögn, sem aflað með könnunum meðal foreldra á fjórum tímapunktum yfir tæplega 20 ára tímabil, voru nýtt til að greina breytingar á þátttöku mæðra og feðra í umönnun fyrsta barns og breytingar á vinnumarkaðsþátttöku mæðra og feðra ári fyrir fæðingu barnsins og þar til það nær þriggja ára aldri. Niðurstöður sýna að frá gildistöku laganna hafa feður aukið þátttöku sína í umönnun barna sinna og dregið hefur saman með foreldrum hvað varðar atvinnuþátttöku og vinnutíma.

 Articles related

Þorkell Helgason    

Reifaðar eru hugmyndir um breytingar á þremur lykilatriðum við úthlutun þingsæta í kjölfar kosninga til Alþingis. Allar rúmast hugmyndirnar innan ramma núgildandi stjórnarskrár og væri því unnt að innleiða þær með breytingum á kosningalögum einum. Fjalla... see more


Gunnar Helgi Kristinsson    

Úr niðurstöðum:Að mínu viti er augljóst að niðurstaðan er hvorki nægilega upplýst né um hana nægileg samstaða til að hægt sé að setja lokapunkt við ferlið. Stór hluti hinnar sérfræðilegu vinnu er eftir, þar á meðal mat á einstökum tillögum og samhengi þe... see more


Pétur Berg Matthíasson    

Í þessari grein er gerð tilraun til að lýsa því hvernig árangursstjórnun lögreglunnar hefur verið háttað frá árinu 1996 til ársins 2008 og hvernig þær breytingar sem urðu á árinu 2007 hafi gjörbreytt árangursstjórnun innan lögreglunnar. Í upphafi er fjal... see more